Kynlíf í Íslendingasögunum

Árið 2015 fjallaði Óttar Guðmundsson geðlæknir um geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir í Íslendingasögunum og voru kenningar hans afar umdeildar. Nú gengur hann skrefinu lengra og gægist undir rekkjuvoðirnar í baðstofum og skálum sögualdar og lýsir því sem fyrir augu ber í nánum samskiptum fornra kappa og kvenhetja með augum geðlæknis og túlkar.

Herlegheitin munu fara fram í á heimavelli Gísla Súrssonar í Haukadal á föstudaginn og hefst hann klukkan 20:30.

Nánar má kynna sér fyrirlesturinn á facebook.

DEILA