Kvennahlaupið á sunnudag

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 28. sinn sunnudaginn 18. júní. Hlaupið verður á fjölmörgum stöðum hérlendis sem og erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Nú eru 27 ár liðin frá því að fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ fór fram. Hlaupið var haldið 30. júní 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ og tóku um 2500 konur þátt í Garðabæ og á sjö stöðum á landsbyggðinni. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari var einn af frumkvöðlum Kvenna-hlaupsins og var hún í lykilhlutverki við stofnun hlaupsins árið 1990 og síðar framkvæmd þess. Í dag er Kvennahlaupið einn útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert.  Um 15.000 konur tóku þátt á 105 stöðum hérlendis sem erlendis í 25 ára afmælishlaupinu 14. júní 2014.

Hægt er að sjá alla hlaupastaði og tímasetningar á kvennahlaup.is

 

DEILA