Kuldalegt fram eftir viku

Hitastigið á hádegi á morgun.

Vinnuvikan byrjar heldur kuldalega á Vestfjörðum en kjálkinn sleppur þó ívið betur en Norður- og Norðausturland þar sem búast má við slyddu og snjókum til fjalla með tilheyrandi hálki á fjallvegum.

Búast má við áframhaldandi norðanátt og kulda fram eftir viku en á föstudag er útlit fyrir að kuldinn hörfi í bili. Sjómannadagshelgin lítur nokkuð vel út með hæglætisveðri og hækkandi hitastigi um allt land.

DEILA