Jafntefli fyrir austan

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Huginn og Vestri gerðu 1-1 jafntefli á Fellavelli á Seyðisfirði á laugardag. Giles Mbang Ondo kom Vestra yfir á 63. mínútu en Gonzalo Leon jafnaði fyrir Seyðfirðinga þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ondo er óðum að komast í leikform, en þetta var fyrsti leikurinn hans í byrjunarliði Vestra og var honum skipt út af á 86. mínútu.

Eftir leiki helgarinnar er Vestri í þriðja sæti 2. deildar Íslandsmótsins með 10 stig. Vestri leikur við Sindra á Höfn í Hornafirði í dag og hefst leikurinn kl. 18.

DEILA