Já 360° bílinn myndar um allt land í sumar

Í sumar mun nýr sérútbúinn bíll á vegum Já, í samstarfi við Toyota, taka 360° myndir við helstu kennileiti og götur bæja hér á landi fyrir kortavefinn á Já.is. Um er að ræða umhverfisvænan Toyota Yaris Hybrid bíl. Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í júní en fer síðan um Suðurland, Austurland, Norðurland, Vestfirði og Vesturland í júlí og ágústmánuði. Hægt verður að fylgjast með ferðum bílsins á Facebooksíðu Já og á Já.is þar er hægt að nálgast ferðaáætlun bílsins. Sérstakur hugbúnaður er notaður við verkefnið og á bílnum er áföst 360° myndavél. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum og verða þau tengd kortavefnum á Já.is. Fyrir utan götumyndir á kortavefnum þá er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum.

DEILA