Íslandsfrumsýning á brimbrettamynd

Brimbrettamyndin Under An Arctic Sky verður sýnd í Ísafjarðarbíó á morgun, sunnudag, kl. 18. Myndin er eftir Chris Burkard og fjallar um ævintýri sex brimbrettakappa sem gerðu strandhögg á Vestfjörðum í fyrravetur. Þeir fóru vítt og breitt um strendur norðanverðra Vestfjarða og Hornstrandafriðlandsins á skútunni Auroru, en eins og gengur í vetrarferðalögum við ysta haf, þá eiga ítrustu áætlanir til með að ganga úr skorðum.

Chris Burkard starfar sem ljósmyndari og fyrirlesari og er verulega stórt nafn í brimbrettaheimum og í hverskonar ævintýramennsku.

 

DEILA