Í sjálfheldu á Öskubak

Björgunarbáturinn Gísli Hjalta.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út í gær vegna fimm manna gönguhóps sem var í sjálfheldu í fjallinu Öskubak sem er milli Skálavíkur og Galtarvita. Göngufólkið var með GPS tæki og gat því gefið upp staðsetningu sína. Björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Ísafjarðar,  Tindum í Hnífsdal og Erni í Bolungarvík voru sendir á vettvang landleiðina og björgunarbáturinn Gísli Hjalta frá Bolungarvík fór sjóleiðina. Fór það svo að gönguhópurinn var tekinn um borð í Gísla Hjalta og fluttur til Skálavíkur.

DEILA