Hver verður arfleifð Árneshrepps?

Frá Árneshreppi

Um helgina verður haldið viðamikið málþing um Hvalárvirkjun í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í Árneshreppi. Markmið málþingsins, sem ber yfirskriftina Arfleifð Árneshrepps – næstu skref og framtíðin, er að skapa rými til opinnar og faglegrar umræðu um

virkjunaráform á svæðinu. Skipulagshópur málþingsins, sem samanstendur af íbúum og velunnurum Árneshrepps, telur að þær forsendur sem lágu til grundvallar samþykktar Hvalárvirkjunar í aðalskipulagi Árneshrepps árið 2014 kalli á endurskoðun þar sem margt hafi breyst. Því sé nauðsynlegt að efna til gagngerrar og víðsýnnar umræðu og skoða betur þá kosti eða galla sem virkjun hefur í för með sér fyrir Árneshrepp, samfélagið og framtíðarmöguleika svæðisins.

Í tilkynningu segir að opinber og lýðræðisleg umræða um Hvalárvirkjun hafi verið takmörkuð og skipuleggjendur málþingsins telja nauðsynlegt að slík umræða fari fram áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar í sveitarstjórn Árneshrepps.

Dagskrá laugardagsins 24. júní:

13.00-13.10 Setning málþings

13.10-13.25 Fjórðungssamband Vestfjarða

13.30-13.45 Vesturverk

13.50-14.05 Orkubú Vestfjarða

14.10-14.25 Skipulagsstofnun

14.30-14.35 Guðlaugur Agnar Ágústsson, Steinstúni.

14.40- 14.55 Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði.

15.-15.15 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.

15.-15 -15.35 Hlé og kaffiveitingar

15.35-15.50 Landvernd

15.55-16.10 Landsnet

16.15-16.30 Umhverfisstofnun

16.30- 17.30 Fyrirspurnir úr sal.

Dagskrá sunnudagsins 25. júní:

12.30 – 12.45 Kveðja frá gamla landinu. Bergsveinn Birgisson og Geirmundur heljarskinn

12.50 – 13.05 Sveinn Kristinsson frá Dröngum

13.10-13.25 Rakel Valgeirsdóttir frá Árnesi

13.30 – 13.45 Jón Jónsson, Hólmavík

13.50-14.05 Heiða fjalldalabóndi

14.10 – 14.25 Valgeir Benediktsson frá Árnesi

14.30 – 14.45 Viðar Hreinsson og Jón lærði

14.50- 15.05 Elín Agla jarðnæðislaus þjóðmenningarbóndi

15.10 – 15.15 Vigdís Grímsdóttir.

DEILA