Hlýjast vestantil

Það verður fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt á landinu í dag. Víða skýjað með köflum en léttskýjað vestantil fram eftir degi. Dálítlar skúrir síðdegis, einkum í innsveitum sunnan- og vestanlands. Vaxandi austanátt syðst í nótt og á morgun, 8-15 m/s með suður- og suðausturströndinni síðdegis en fer að rigna þar annað kvöld. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast vestantil í dag en einnig í innsveitum á Norðausturlandi á morgun.

Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 3-10 m/s í dag, hvassast á annesjum. Skýjað með köflum og hiti 7 til 13 stig, hlýjast á sunnanverðum Vestfjörðum.

DEILA