Hatursorðræða á netinu

Hatursorðræða á netinu beinist í álíka miklum mæli að konum og körlum en birtingarmyndin ólík eftir því hvort kynið á í hlut. Þegar netníð beinist að körlum felist það einkum niðrandi ummæli um færni þeirra í starfi eða hótanir um ofbeldi. Konur sæti aftur á móti frekar árásum þar sem orðræðan einkennist af kynjafordómum og kynferðislegum hótunum og beinist að persónunni sjálfri frekar en störfum hennar. Þá kemur einnig fram að karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem hafa í frammi hótanir og hatursorðræðu á netinu. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu sem Norræna þekkingarmiðstöðin hefur birt og var unnin að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar.

Niðurstaða nefndarinnar er meðal annars að lagalega vernd skortir ef netníð beinist að kynferði. Hatursorðræða sem beinist að tilteknum hópum alls staðar ólögleg en kyn fellur alls staðar utan þess ramma sem veitir einstökum hópum réttarvernd í löggjöf þjóðanna, þótt í Finnlandi sé fræðilega heimilt að líta til kynferðis. Í þessu felst að einstaklingar sem verða fyrir hatursorðræðu vegna kynferðis síns njóta ekki sömu réttarverndar og ef um væri að ræða hatursorðræðu sem beindist að hörundslit, uppruna, kynþætti, trúarbrögðum eða kynhneigðar en það eru allt þættir sem tilgreindir eru í löggjöf um hatursglæpi.

Skýrsluna í heild sinni má lesa á vef stjórnarráðsins.

DEILA