Hætta með Þingeyrarvefinn

Hallgrímur (t.v) og Björn Ingi.

Hinir öflugu umsjónarmenn Þingeyrarvefsins ætla innan skamms að láta gott heita. Frá þessu var greint á vefnum í gær. Þeir Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason hafa síðustu ár verið óþreytandi við að halda merki Dýrafjarðar og nágrennis á lofti og verið óragir við að senda ráðamönnum tóninn ef því er að skipta.

„Þetta er endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina […] En nú fer þessu bráðum að ljúka frá okkar hálfu af ýmsum ástæðum. (Sumir eru nú orðnir rugluð gamalmenni!). Samt ætlum við að láta sjá í sumar. Hvað svo verður í haust verður bara að koma í ljós,“ segja þeir í orðsendingu til lesenda.

DEILA