Grindhvalir spóka sig í Norðurfirði

Grindhvalir í Norðurfirði. Mynd: Hulda Björk.

Hópur grindhvala, eða marsvína, hefur gert sig heimakominn í Norðurfirði í Árneshreppi. Íbúar urðu hópsins varir í fyrrinótt og er hópurinn enn í firðinum. Hópurinn telur um 30 dýr. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Grindhvalir eru ákaflega félagslyndir. Þeir finnast oft í stórum hjörðum, meira en 100 dýr, en dæmi eru um enn stærri hópa eða allt að 1.200 dýr. Rannsóknir hafa bent til þess að þessir hópar séu fastheldnar fjölskyldur líkt og hjá háhyrningum.

Þeir eru aðallega úthafshvalir en koma þó reglulega upp á grunnsævi í ætisleit. Helsta fæða þeirra er smokkfiskur og fisktegundir á borð við þorsk, kolmúla, svartaspröku, síld, makríl og fleiri tegundir en samsetning fæðunnar fer eftir þeim svæðum þar sem grindhvalurinn heldur til.

 

 

DEILA