Björgunarsveitarfólki í Blakki á Patreksfirði hefur lengi langað að gera gott plan í porti við hliðina á Sigurðarbúð, húsnæði sveitarinnar. Á Patreksfirði er að störfum malbikunarflokkur frá Hlaðbæ Colas og fyrirtækið tók vonum framar í bón björgunarsveitarinnar um aðstoð og styrk til að malbika planið. Hlaðbær Colas ákvað að gefa björgunarsveitinu alla vinnu og efni í planið. Einnig var öll undirbúningsvinna Blakki að kostnaðarlausu og fleiri fyrirtæki komu að því að gera planið að veruleika og kann björgunarsveitin Blakkur þeim öllum bestu þakkir fyrir örlætið. Fyrirtækin eru: Norðurbik, Þotan, Slaghamar og Allt í járnum.