Framlög til Hendingar samþykkt í bæjarstjórn

Örlygshöfn.

Á fundi bæjarstjórna þann 1. júní var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun vegna samnings við Hestamannafélagið Hendingu um byggingu reiðskemmu. Um er að ræða 15.000.000 kr. innborgun hlutafjár en Ísafjarðarbær verður 49% eigandi skemmunnar, fyrirhugað er að greiða 15.000.000 til viðbótar á árinu 2018.

Til viðbótar var samþykkt 20.000.000 kr. framlag vegna bóta fyrir aðstöðumissi og 8.100.000 kr. vegna framkvæmda og er það styrkur til Hendingar. Á móti mun Ísafjarðarbær fá bætur frá Vegagerðinni kr. 20.000.000 kr.

Viðaukinn var samþykktur með 6 atkvæðum en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Á sama fundi var Sigurður Jón Hreinsson tilnefndur stjórnarmaður í óstofnuðu einkahlutafélagi um byggingu reiðskemmu.

DEILA