Búið að opna upp á Bolafjall

Bolungavíkurkaupstaður auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík.

Í vikunni var vegurinn upp á Bolafjall opnaður fyrir umferð og ferðamenn og aðrir geta ekið upp á fjallið. Bolafjall er 638 metra hátt fjall fyrir ofan Bolungarvík. Á Bolafjalli var ein af fjórum ratsjárstöðvum sem Ratsjárstofnun rak fyrir hönd ameríska hersins. Í dag er ratsjárstöðin á Bolafjalli rekin af Landhelgisgæslunni.

Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn yfir sumarmánuðina.

DEILA