Blindrahundur sigraði á Skjaldborg

Tinna Guðmundsdóttir framleiðandi Blindrahunds og Kristján Loðmfjörð leikstjóri taka við verðlaunum á Skjaldborgarhátíðinni.

Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar á Patreksfirði sem lauk á sunnudag. Myndin fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson.

Birgir lést árið 2007 aðeins 52 ára. Með báða foreldra blinda ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður á Blindraheimilinu við Hamrahlíð í Reykjavík. Tilveran í samfélagi blindra átti eftir að vera Birgi mikill efniviður í listsköpun síðar meir. Með listinni leitaðist Birgir við að varpa ljósi á hið „sérkennilega“ í íslenskri menningu og sögu. Heimildamyndin Blindrahundur leitast hins vegar við að varpa ljósi á sérkennilegt lífshlaup Birgis og hvernig maðurinn og verkin endurspeglast hvort í öðru.

DEILA