5,3% atvinnuleysi í maí

Atvinnuleysi var 5,3 prósent í maí, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hækkar um tæp tvö prósentustig milli mánaða. Af öllum atvinnulausum voru tæp 62 prósent á aldrinum 16-24 ára en atvinnleysi í þeim hópi mældist 17,6 prósent.

Sam­an­b­urður mæl­inga fyr­ir maí 2016 og 2017 sýn­ir að at­vinnuþátt­taka lækkaði um 0,9 pró­sentu­stig. Fjöldi starf­andi minnkaði um 600 manns og hlut­fall starf­andi af mann­fjölda lækkaði um 2,1 stig. At­vinnu­laus­um fjölgaði um 3.000 manns og hlut­fall þeirra af vinnu­afl­inu jókst um 1,4 stig.

„Það ein­kenn­ir ís­lensk­an vinnu­markaði að at­vinnu­leysi eykst alltaf á vor­mánuðum og þá sér­stak­lega í maí. Helsta ástæðan er auk­in eft­ir­spurn ungs fólks eft­ir at­vinnu. Af öll­um at­vinnu­laus­um í maí voru 61,7% á aldr­in­um 16-24 ára og var at­vinnu­leysi á meðal þeirra 17,6%,“ seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

 

DEILA