Atvinnuleysi var 5,3 prósent í maí, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hækkar um tæp tvö prósentustig milli mánaða. Af öllum atvinnulausum voru tæp 62 prósent á aldrinum 16-24 ára en atvinnleysi í þeim hópi mældist 17,6 prósent.
Samanburður mælinga fyrir maí 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátttaka lækkaði um 0,9 prósentustig. Fjöldi starfandi minnkaði um 600 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda lækkaði um 2,1 stig. Atvinnulausum fjölgaði um 3.000 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu jókst um 1,4 stig.
„Það einkennir íslenskan vinnumarkaði að atvinnuleysi eykst alltaf á vormánuðum og þá sérstaklega í maí. Helsta ástæðan er aukin eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu. Af öllum atvinnulausum í maí voru 61,7% á aldrinum 16-24 ára og var atvinnuleysi á meðal þeirra 17,6%,“ segir á vef Hagstofu Íslands.