Vettvangsnám í 10 ár

Frá lokahófi sumarnemanna og íslensku fjölskyldanna þeirra árið 2015. Mynd. uw.is

10 ár eru á þessu ári frá því er samstarf hófst á milli Háskólaseturs Vestfjarða og School for International Training eða SIT líkt og hann er betur þekktur sem í daglegu tali. Allar götur síðan hafa árlega komið bandarískir nemendur að sumarlagi í  vettvangsskóla á Vestfjörðum, þar sem þau hafa lagt stund á nám í endurnýjanlegum orkugjöfum og umhverfisstjórnun í sjö vikur að sumarlagi. Á síðasta ári bættist svo við vettvangsnám að vetri þar sem nemendur komu á haustönn til að leggja stund á nám um loftslagsbreytingar á  Norðurslóðum og verður slíkt aftur á döfinni næsta haust og stendur það nám í 15 vikur.

Fjölmargar fjölskyldur á Ísafirði og næsta nágrenni hafa á þessum tíma tekið að sér skiptinema er þau hluta tímans í vettvangsnáminu búa á heimilum gestgjafafjölskylda. Þessi hluti námsins hefur vakið sérstaka ánægju meðal nemendanna sem mörgum hverjum finnst standa upp úr dvölinni á Íslandi. Fjölskyldurnar eru duglegar við að sýna þessum nýjustu fjölskyldumeðlimum það besta sem svæðið býður upp á og oft myndast tengsl sem vara mikið lengur en þær fáu vikur sem nemarnir dvelja á Vestfjörðum og eru dæmi um heimsóknir á báða bóga eftir fyrstu viðkynni. Einhverjir eru í hlutverki gestgjafafjölskylda ár eftir ár, meðan að öðrum hentar það kannski eitt árið en ekki það næsta, vilji fólk slást í hóp gestgjafa er hægt að setja sig í samband við Pernillu Rein hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Meira um vettvangsnámið má lesa hér.

annska@bb.is

DEILA