Varar við vatnavöxtum um allt land

Byrjað er að vaxa í ám og lækjum vegna hlýinda. Næstu daga verður hlýtt á öllu landinu svo Veðurstofan telur í viðvörun að gera megi ráð fyrir leysingum um mestallt land. Á Vestfjörðum verður hægviðri í dag og bjart með köflum, en víða þokubakkar. Hiti 8 til 16 stig.

Á landinu er spáð fremur hægri norðlægri átt á morgun og þokulofti með norður- og austurströndinni og hiti verður 6 til 10 stig. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, einkum í uppsveitum, með hita að 19 stigum.

Mjög mikið rennsli í flestum vöktuðum ám á landinu. Mynd: Veðurstofan.
DEILA