Vætutíð framundan

Talsverð rigning í kortunum.

Veðurstofan spáir vætutíð og vindasömu veðri fram á helgi. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast má við austanátt í dag, víða átta til þrettán metrum á sekúndu og rigningu en norðaustan tíu til 18 metrum á Vestfjörðum síðdegis. Á morgun má gera ráð fyrir austan strekkingi við norðurströndina en hægari vindi annars staðar. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir, en rigning í fyrstu á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 14 stig.

Á fimmtudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu,einkum sunnan- og suðaustanlands, segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og í kvöld.
Á föstudag má gera ráð fyrir austanátt og rigningu. Talsverð úrkoma er talin líkleg við austurströndina. Hiti 5 til 13 stig, svalast norðaustantil.

Á laugardag og sunnudag, sem er hvítasunnudagur verður austlæg átt og skúrir, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 8 til 14 stig.
Á mánudag verður norðaustlæg átt, skýjað og stöku skúrir.

DEILA