Tveir stútar undir stýri

Lögreglan á Vestfjörðum kærði 24 ökumenn í síðustu viku fyrir að aka yfir löglegum hámarkshraða. Flestir voru þessir ökumenn stöðvaðir í Strandasýslu og á Djúpvegi. Lögreglan stöðvaði ökumann í Bolungarvík á fimmtudag í síðustu viku og er hann grunaður um ölvun við akstur. Aðfaranótt föstudag stöðvaði lögreglan okumann í Bolungarvík. Hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa fyrr um kvöldið ekið utan í grindverk og mannlausa bifreið á Ísafirði

Tilkynnt var um umferðarslys um miðjan dag þann 16. maí í Reykjafirði á Ströndum. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang frá Hólmavík. Þá tóku björgunarsveitarmenn í Strandasól þátt í aðgerðum. Jeppabifreið hafði runnið út af veginum og oltið nokkrar veltur. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slapp án alvarlegra meiðsla enda spenntur í öryggisbelti.

DEILA