„Skammturinn“ lækkað um 80 þúsund krónur

Verðmæti „skammtsins“ á strandveiðum er nú 144 þúsund krónur, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum. Umræddur skammtur er það sem hver strandveiðibátur má veiða á dag sem er 650 þorskígildiskíló. Fiskverð það lægsta sem strandveiðisjómenn hafa upplifað, 186 kr/kg fyrir óslægðan þorsk, sem meðalverð á fiskmörkuðum 2.-12. maí. Verðmæti „skammtsins“ er nú 144 þúsund krónur, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum. „Nánast er hægt að fullyrða að sú kjaraskerðing sem nú herjar á smábátaeigendur á sér vart fordæmi. Það er því ekki að furða að kallað sé eftir auknum veiðiheimildum, framlengingu á afslætti á veðigjaldi og gjaldið verði innheimt af hlutdeildarhöfum eins upphaflega var gert,“ segir á vef LS.

DEILA