Nettó áfram bakhjarl körfunnar

Ómar og Ingi Björn handsala samninginn.

Verslunin Samkaup hefur í gegnum árin stutt dyggilega við bakið á körfboltanum á Ísafirði. Á föstudag opnaði Samkaup nýja og glæsilega verslun á Ísafirði undir merkjum Nettó. Í tilefni þess handsöluðu þeir Ómar Valdimarsson forstjóri Samkaupa og Ingi Björn Guðnason, ritari körfuknattleiksdeildar Vestra endurnýjaðan samstarfssamning milli Nettó og Körfuknattleiksdeildarinnar.

Samstarf Vestra og Samkaupa verið afar gott í gegnum árin og hefur yngri flokkastarfið á Ísafirði og nágrenni einkum notið góðs af því. Sú áhersla fyrirtækisins að leggja yngri flokkum sérstaklega lið birtist vel á föstudag því krakkar sem heimsóttu verslunina fengu körfubolta að gjöf frá Nettó.

Körfuknattleiksdeild Vestra er í skýjunum sinni með endurnýjun samningsins og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á næstu árum við Nettó. „Slíkir bakhjarlar skipta sköpum fyrir starf deildarinnar,“ segir í tilkynningu.

DEILA