Rekstur Bolungarvíkurkaupstaðs var að mestu í samræmi við fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um 9,4 milljónir króna, litlu lakari en fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir 12,5 milljóna króna afgang. Árið 2015 var 9 milljóna króna hallarekstur af sveitarfélaginu. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 295,4 milljónum krónum og þar af nam eigið fé A hluta 346,2 milljónum króna. Heildarskuldir Bolungarvíkurkaupstað og stofnana hans voru 1.609 milljónir króna í árslok og lækkuðu um 14 milljónir króna milli ára.
Laun og launatengd gjöld á árinu námu um 531 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 68 stöðugildum.
Skuldaviðmið sveitarfélagsins er 119 prósent og lækkaði úr 136 prósentum frá fyrra ári. Skuldaviðmiðið segir til um getu sveitarfélaga til að greiða af skuldum sínum og samkvæmt sveitarstjórnarlögum á það ekki að vera hærra en 150 prósent.
Íbúafjöldi í Bolungarvíkurkaupstað 31. desember 2016 var 908 og fjölgaði um 4 frá fyrra ári.