Laugardaginn 20. maí var formleg opnun á nýju húsnæði Húsasmiðjunnar á Ísafirði að Æðartanga 2-4 en vikuna á undan stóðu starfsmenn í ströngu við að flytja allar lagerinn milli húsa. Nýja húsnæðið er rúmgott og bjart, 1150 fermetrar og nú er er hægt að versla allt á sama stað, timbrið, verkfærin, blómin og naglana. Að sögn þeirra Húsasmiðjumanna mun á nýjum stað verða meira úrval og aukin þjónusta.

Starfsfólk Húsasmiðjunnar á Ísafirði

Haraldur Júlíusson rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Ísafirði var kampakátur á móttöku sem haldin var fyrir fagmenn föstudaginn 19. maí  og sagði þar í ræðu sinni að starfsmannahópur fyrirtækisins á Ísafirði væri einstakur og allir unnið sem einn maður við flutningana og uppsetningu á nýrri verslun.

Arna Lára Jónsdóttir formaður Bæjarráðs Ísafjarðarbæjar

Arna Lára Jónsdóttir formaður bæjarráðs sagði í ræðu sinni við sama tækifæri að þessi aukna þjónusta og fjárfesting Húsasmiðjunnar á svæðinu væri í takt við þá tilfinningu að nú hefðum við náð viðspyrnu og leiðin væri upp á við.

Benni Sig og Halli tóku lagið
DEILA