Forsetafrúin á Ísafirði

Eliza Jean Reid forsetafrú heimsótti í dag Grunnskólann á Ísafirði og leikskóladeildina Tanga sem ætluð er 5 ára börnum í Skutulsfirði. Nemendur 8. bekkjar lásu ljóð á nokkrum tungumálum, en mikið er þar um tvítyngd börn þar sem þriðjungur árgangsins á annað eða bæði foreldri af erlendum uppruna. Á Tanga tóku kennarar og nemendur á móti Elizu með söng og fengu krakkarnir tækifæri til að spjalla við forsetafrúna.

Meðfylgjandi myndir tók Arna Ýr Kristinsdóttir þegar Eliza heimsótti börnin á Tanga.

DEILA