Formleg opnun Nettó

Ingólfur Hallgrímsson verslunarstjóri í búðinni eftir gagngerar breytingar.

Eins og Ísfirðingar hafa verið varir við síðustu vikur hafa staðið yfir miklar breytingar á verslun Samkaupa. Á hádegi í dag var formleg opnun verslunarinnar sem er nú rekin undir nafni Nettó.

Samkaup rekur verslunarkeðjurnar  Nettó, Kjörbúðina og Krambúð. Í tilkynningu segir að með opnun Nettó Ísafjarðar er Samkaup að svara kalli bæjarbúa um aukna þjónustu, meira vöruúrval og vörur á góðu verði sem og auknum straumi ferðamanna. Nettó verslunin á Ísafirði er sú 16 í röð Nettó verslana.

„Við höfum góða reynslu af því að þjóna íbúum á Vestfjörðum og töldum mikilvægt að Ísfirðingar fengiu sína Nettó verslun.Miklar breytingar hafa verið gerðar á versluninni og að því komu fjölmargir verslunarstjórar úr verslunum víða um land,“ segir Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Verslanir Samkaupa eru í allt 47 talsins og um 75% þeirra úti á landi. Þær eru af misjöfnum stærðum og aðlagaðar staðháttum á hverjum stað. Nýja verslunin á Ísafirði er með vöruúrval eins og það gerist best í Nettóverslununum.

Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettóverslananna segir áherslur verið lagðar á gott úrval af grænmeti og ávöxtum, nýbakað brauðmeti, heilsuvörur og lífrænt ræktaðar vörur. Stórir hringir í loftum afmarka þessa áherslu og yfir grænmetinu koma innan tíðar koma rakatæki sem tryggja sem hagkvæmasta rakastig í grænmetis- og ávaxtadeildinni.

Samkaup er í samstarfi við samtök Coop verslana sem tryggir þeim aðgang að góðum vörum á hagstæðu verði. Áhersla er lögð á góða þjónustu og lágt verð til viðskiptavina enda eru viðskiptavinirnir í gegnum kaupfélögin í raun eigendu.

Á formlegri opnun verslunarinnar í dag verður boðið uppá kaffi og köku og skrifað undir styrktarsaming við körfuknattleiksdeild Vestra. Einnig styrkir Nettó Vinnuver – Starfsendurhæfingu Vestfjarða, Vesturafls og Fjölsmiðjunnar.

DEILA