Fjölmenni á opnun ÓKE

Ómar Karvel, Emelía og Kristín við sjálfsmyndir sem þau unnu á námskeiðinu.

Þau Ómar Karvel Guðmundsson, Kristín Þorsteinsdóttir og Emelía Arnþórsdóttir opnuðu fyrir helgi sýningu á verkum sínum í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins. Þríeykið sem kallar sig ÓKE-hópinn hefur undanfarna tvo mánuði sótt myndlistarnám hjá myndlistarkonunum Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og Solveigu Eddu Vilhjálmsdóttur og var afrakstur þeirrar vinnu til sýnis og mætti fjölmenni á opnunina. Það var Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem stóð fyrir myndlistarnámskeiðinu sem mældist mjög vel fyrir hjá þátttakendunum.

ÓKE-hópurinn ásamt kennurum sínum Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur og Solveigu Eddu Vilhjálmsdóttur.
Frá opnuninni.

 

Eitt verka á sýningunni.

 

 

 

DEILA