Eldur kom upp fjölbýlishúsi

Íbúðin er í Hlíðarvegsblokkinni.

Eld­ur kom upp í íbúð fjöl­býl­is­húss á Hlíðarvegi á Ísaf­irði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Einn var í íbúðinni þegar eld­ur­inn kom upp og komst hann út af sjálfs­dáðum og gera lögreglu viðvart. Greiðlega gekk að slökkva eld­inn með handslökkvitæki, en tölu­verður reyk­ur var þegar lög­regla og slökkvilið komu á vett­vang. Ekki þurfti að rýma íbúðir í fjölbýlishúsinu.

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Vest­fjörðum er talið að kviknað hafi í út frá elda­vél en rann­sókn stend­ur yfir. Ein­hverj­ar skemmd­ir urðu á íbúðinni vegna reyks og sóts.

DEILA