Eldur kom upp í íbúð fjölbýlishúss á Hlíðarvegi á Ísafirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Einn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og komst hann út af sjálfsdáðum og gera lögreglu viðvart. Greiðlega gekk að slökkva eldinn með handslökkvitæki, en töluverður reykur var þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Ekki þurfti að rýma íbúðir í fjölbýlishúsinu.
Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Vestfjörðum er talið að kviknað hafi í út frá eldavél en rannsókn stendur yfir. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyks og sóts.