Vegagerðin telur að of dýrt hefði verið að leigja bílferju frá útlöndum til að leysa Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af á meðan hann er í slipp. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu dag þar sem rætt er við Guðmund, forstöðumann greiningardeildar Vegagerðarinnar. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur leyst Herjólf og síðustu vikur hafa engar siglingar verið yfir Breiðafjörð. Þessu hafa íbúar og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum mótmælt harðlega.
Í samningum Vegagerðarinnar við Eimskip er kveðið á um að Vegagerðin leigi skip til afleysinga þegar Herjólfur þarf að fara í slipp. Baldur er einnig í eigu Eimskips. Baldur er talsvert minna skip en Herjólfur og hefur auk þess ekki leyfi til að sigla til Þorlákshafnar þegar ófært er í Landeyjahöfn. Það olli erfiðleikum fyrst eftir að Herjólfur sigldi af stað til Danmerkur, vegna óveðurs sem gekk yfir landið.
Áætlað var að Herjólfur hæfi siglingar að nýju um helgina en viðgerðin tók lengri tíma en reiknað var með og því hefur hann ekki siglingar til Eyja fyrr en á föstudaginn. Þá heldur Baldur aftur til Breiðafjarðar.