Atvinnuleysi ekki minna í áratug

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 202.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í mars 2017, sem jafngildir 84,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.300 starfandi og 3.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,7%. Samanburður mælinga fyrir mars 2016 og 2017 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 3,1 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 15.500 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda um 4,7 stig. Atvinnulausum fækkaði um 3.800 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 2,1 stig.
Þegar tölur um vinnuafl eru skoðaðar þá hefur atvinnuleysi ekki mælst jafn lágt í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands síðan í nóvember 2007 þegar atvinnuleysi mældist 1,3%.

DEILA