Á mánudagsmorgun klukkan 8, mun Waltteri Niemelä verja lokaritgerð sína við Háskólasetur Vestfjarða, en hann er nemandi í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Ritgerð hans fjallar um stjórnun verndaðra hafsvæða (Marine Prodected Area) í finnska hluta Helsingjabotnar og tengslin milli náttúrunnar neðansjávar og athafna manna. Ritgerðin ber titilinn Marine protected area management in the Finnish Gulf of Bothnia. Connections between underwater nature, human activity and management.
Leiðbeinandi er dr. Markku Viitasalo rannsóknarprófessor við Umhverfisstofnun Finnlands. Prófdómari er dr. Zoi Konstantinou, kennari við Aristótelesar háskólann í Þessalóníku í Grikklandi.
Nánari lýsingu verkefnisins má nálgast á ensku hér.