Söngvarar og sigurvegarar

Between Mountains er sigurvegari Músíktilrauna en keppnin var í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hljómsveitina skipa Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Súgandafirði og Ásrós Helga Guðmundsdóttir úr Dýrafirði. Þær voru sömuleiðis valdar söngvarar kvöldsins.

Og sem sigurvegarar Músíktilrauna fá þær sitt pláss á Aldrei fór suður og Vestfirðingar fá tækifæri til að heyra í þessum upprennandi tónlistarkonum.

Bæjarins besta sendir hamingjuóskir til Kötlu og Ásrósar.

Bryndís

 

DEILA