O-Design opnar á nýjum stað

Á laugardaginn opnaði gjafavöruverslunin O-Design í nýju húsnæði í Bolungarvík. Verslunin er nú staðsett að Vitastíg 1 og er því við hliðina á handverkshúsinu Drymlu. O-Design er í eigu hönnuðarins Odds Andra og Ragnars Sveinbjörnssonar en í versluninni er að finna gott úrval af íslenskri hönnun og framleiðslu í bland við erlenda vöru að ógleymdri eigin hönnunar O-Design. Verslunin O-Design verður með opið frá kl. 12 til kl. 17 alla daga nema sunnudaga í sumar.

 

 

DEILA