Lóan tímanlega fyrir Aldrei

Hilmar Pálsson náði þessum fínu myndum af vorboðanum ljúfa í Dýrafirði á Skírdag, 13. apríl en svo skemmtilega vill til að það var hinn sami Hilmar Pálsson sem sendi bb.is mynd af lóunni í Dýrafirði, þann 13. apríl 2004

Og í tilefni þessa hressilega páskalokahrets er rétt að fara í huganum yfir ljóðið hans Páls

Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.

Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vaka og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.

bryndis@bb.is

DEILA