Leitað að LÚRurum

LÚRarar á síðasta ári

Listahátíðin LÚR, eða lengst úti í rassgati verður haldin á Ísafirði dagana 20.-25. júní. LÚR er listahátíð ungs fólks á Vestfjörðum, þar sem lögð er stund á allar listgreinar og hefur hátíðin reynst góður vettvangur fyrir listafólkið unga til að sjá hvað í sér býr og jafnvel deila því með öðrum. Annað sem unga fólkinu hefur gefist kostur á er að móta hátíðina, með því að velja hvaða viðburðir og vinnustofur eru í boði og sjá um skipulagningu og utanumhald því tengdu, svo að taka þátt í LÚR getur verið úrvals þjálfun fyrir hin ýmsu verkefni lífsins.

Nú er leitað að listrænu ungu fólki á aldrinum 14-29 ára til að taka þátt í skipulagsnefnd hátíðarinnar. Áhugasamir geta sett sig í sambandi við Matthildi hjá Menningarmiðstöðinni Edinborg á netfanginu matthildur@edinborg.is eða í síma 8404001.

annska@bb.is

 

DEILA