Kristín setti fjögur Íslandsmet

Kristín á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Mynd/ Jón Björn, ifsport.is

Ísfirska sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir hjá íþróttafélaginu Ívari heldur áfram á sigurbrautinni í sundinu. Um síðustu helgi keppti hún á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug sem fram fór í Laugardalslaug og var þar í fyrsta sinn keppt í flokki S16, sem er flokkur fyrir fólk með Downs heilkenni. Það gerir það að verkum að nú getur Kristín ekki bara keppst við að setja Evrópu- og heimsmet líkt og fram til þessa, heldur einnig Íslandsmet og gerðu hún sér lítið fyrir og setti á mótinu fjögur slík. Kristín keppti í fjórum greinum á mótinu og setti hún Íslandsmet í 50m flugsundi, bæði 50m og 100m með frjálsri aðferð þar sem hún synti skriðsund og í 50m baksundi. Hún bætti því fjórum gullpeningum í verðlaunapeningakistu sína sem er orðin ansi vegleg.

annska@bb.is

DEILA