Knattspyrnudeild Vestra semur við sjö leikmenn

Páskadagurinn var vel nýttur hjá ísfirskum knattspyrnumönnum og var penninn á lofti í Vestrahúsinu er sjö leikmenn knattspyrnudeildar Vestra skrifuðu undir samninga við félagið. Leikmennirnir sem hafa allir leikið með félaginu eru þeir: Matthías Króksnes Jóhannsson, Nikulás Jónsson, Elmar Atli Garðarsson, Hafþór Atli Agnarsson, Viktor Júlíusson, Hjalti Hermann Gíslason og Friðrik Þórir Hjaltason. Stjórn Vestra lýsir yfir mikilli ánægju að sjö heimamenn framlengi samninga sína og verði því allir áfram hjá félaginu næstu 2-3 árin.

annska@bb.is

DEILA