Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, verður á morgun settur stjórnarformaður Byggðstofnunar á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn verður í Skagafirði. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, en blaðið segist hafa öruggar heimildir fyrir þessu. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Herdís Á. Sæmundardóttir hefur setið undanfarin tvö ár sem formaður stjórnar en hún var sett í embætti í apríl 2015 af Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi ráðherra byggðamála og núverandi formanni Framsóknarflokksins. Núverandi ráðherra byggðamála er Jón Gunnarsson, samflokksmaður Illuga.
smari@bb.is