Hafsteinn í lokahóp U17

Hafsteinn Már Sigurðsson. Mynd af facebooksíðu blakdeildar Vestra

Hafsteinn Már Sigurðsson, 15 ára leikmaður Vestra var valinn í lokahóp U17 landsliðs drengja í blaki sem keppir á Evrópumóti í Búlgaríu um páskana. Gísli Steinn Njálsson frá Vestra er annar tveggja varamanna sem gætu verið kallaðir til ef eitthvað kemur upp á.

Gísli Steinn Njálsson. Mynd af facebooksíðu blakdeildar Vestra

Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal var valin sem varamaður í U16 ára lið stelpna en hún er aðeins nýorðin 13 ára og mjög efnilegur blakari. Stelpurnar keppa á Evrópumóti í Danmörku um páskana.

Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal. Mynd af facebooksíðu blakdeildar Vestra

Allir þessir krakkar æfa í Reykjavík um næstu helgi og svo fara 12 manna hóparnir sem mynda aðalliðin af landi brott í vikunni þar á eftir.

Bryndís

DEILA