Guðmundur með besta botninn

Elías Jónatansson orkubússstjóri afhendir sigurvegarinum vinninginn.

Orkubú Vestfjarða efndi á dögunum til ferskeytluleiks og í boði fyrir sigurvegarann voru vegleg verðlaun, út að borða á Hótel Ísafirði, miðar á bítlatónleika, geisladisk frá Mugison og AFÉS húfur og boli.

Fyrriparturinn hljóðaði svo:

Tónar, afl og taumlaus gleði,

toppar þetta frekar fátt.

Verðlaunabotninn sem Guðmundur Hrafnsson galdraði fram var á þessa leið?

Í „faðmi fjalla blárra réði“

fjör og gleði, allt í sátt.

bryndis@bb.is

DEILA