Golíat tekinn til starfa

Stór áfangi hefur átt sér stað í málefnum skíðaiðkunar á sunnanverðum Vestfjörðum er Skíðafélag Vestfjarða hefur eignast og fengið afhentan snjótroðarann Golíat. Kom Golíat á nýjar heimaslóðir í desember en fyrr í þessari viku flutti Gámaþjónusta Vestfjarða á fjallið Hálfdán þar sem hann treður nú brautir fyrir skíðaþyrsta Vestfirðinga. Líkt og þegar að tigna gesti ber að garði fékk Golíat lögreglufylgd frá Patreksfirði á fjallið þar sem troðarinn er það breiður að hann tekur mest af plássi beggja akreina hinna vestfirsku vega.

Golíat verður á Hálfdáni það sem eftir lifir vetrar og stendur til að hafa opinn dag til skíðaiðkunar á sunnudag og má fylgjast með fréttum af opnunartímum og ævintýrum Golíats í Vesturbyggð á fésbókarsíðu Skíðafélags Vestfjarða.

annska@bb.is

DEILA