Fyrirlestur fyrir fullu húsi

Tinna með krökkum á Glaðheimum.

Tinna Sigurðardóttir talmeinafræðingur hjá Tröppu ehf. heimsótti Bolungarvík og Súðavík í vikunni. Hélt hún fyrirlestur fyrir foreldra í leikskólanum Glaðheimum fyrir fullu húsi ásamt Jóönnu Dominiczak íslenskukennara og túlki. Trappa ehf. hefur gert samninga um talmeinaþjónustu og íslenskukennslu við bæði Bolungarvíkkaupstað og Súðavíkurhrepp og hefur samstarfið verið mjög gjöfult. Trappa sérhæfir sig í talþjálfun og kennslu í gegnum netið og notast við forritið Köru sem þróað hefur verið í samvinnu við sérfræðinga.

DEILA