Vestfirska vorið – málþing á Flateyri

Ný bæjarstjórn leggur áherslu á gott samstarf milli allra. Mynd: Mats Wibe Lund.

Málþingið Vestfirska vorið verður haldið á Flateyri dagana 5. – 6. maí. Á málþinginu ætla heimamenn á Flateyri, sem skipuleggja málþingið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fræðslumiðstöð Vestfjarða, spyrja hvort hægt sé að snúa núverandi byggðaþróun við því sá raunveruleiki blasir við að ef fram fer sem horfir muni margar sjávarbyggðir á Íslandi ekki ná vopnum sínum og jafnvel leggjast af. Á málþinginu verða því bornar fram brennandi spurningar um framtíð íslenskra sjávarbyggða og annarra byggða í dreifbýli og þær krufðar til mergjar.

 

Þrír fræðimenn munu flytja erindi á málþinginu en allir hafa þeir fjallað um byggðaþróun, hver frá sínum fræðasviði. Þeir eru dr. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, dr. Kristinn Hermannsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann í Glasgow og dr. Þóroddur Bjarnason, félagsfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri. Heimamenn á Flateyri munu einnig fjalla um stöðu mála út frá reynslu og rannsóknum og eru það þau Jóhanna G. Kristjánsdóttir, menntunarfræðingur, Kristján Torfi Einarsson, sjómaður og útgerðarmaður og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur.

 

Umræðum um efni fyrirlestranna og stöðuna almennt verður gefið gott rými við lok fyrirlestra og í sérstökum pallborðsumræðum enda afar mikilvægt að sem flest sjónarmið og röksemdir komi fram.

DEILA