Verðhrun á ýsu

Smábátaeigendur jafnt og aðrir í sjávarútveginum eru flemtri slegnir vegna hríðlækkandi verðs á fiski, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda. Á fyrstu tveim dögum í mars birtast tölur sem eiga sér enga líka hvað verðlækkun snertir. Fyrsta og annan mars 2016 var meðalverð á óslægðri ýsu á fiskmörkuðum 298 kr/kg. Nú ári síðar seldist ýsa á 187 kr/kg.  Mismunurinn er 111 kr/kg, verðlækkunin nemur 37%.

Verðhækkun á erlendum mörkuðum fyrir ferskan fisk er ekki nægjanleg á móti styrkingu krónunnar gagnvart evru, pundi og dollar, segir á vef Landssambandsins.

smari@bb.is

DEILA