Vefur fyrir aðstandendur aldraðra

Bolvíkingurinn Fjóla Bjarnadóttur hefur opnað nýjan vef sem heitir adstandandi.is en vefurinn er hugsaður sem hjálpartæki aðstandenda sem standa frammi fyrir því að ástvinir þeirra þurfa á meiri aðstoð og breyttum áherslum að halda eftir því sem árin færast yfir.  Auk Fjólu hefur Eygló Valdimarsdóttir umsjón með vefnum, en þær eru báðar hjúkrunarfræðingar að mennt. Þær hafa starfað mikið með öldruðum og verið leiðbeinandur fyrir aðstandendur þeirra.  Margvíslegar spurningar  eru bornar upp daglega af aðstandendum og kviknaði sú hugmynd að gera aðgengilega síðu, einskonar miðlæga upplýsingaveitu, hvar finna mætti svör við hugðarefnum aðstandenda aldraðra, til að auðvelda fólki að auka lífsgæði ástvina og aðstoða þá við að mæta breytilegum þörfum.

Það er von umsjónarmanna vefsins að aðstandendur geti leitað svara við þeim spurningum sem helst brenna á þeim og geti einnig haft samband við þær ef frekari upplýsinga er þörf.

smari@bb.is

DEILA