Tilraunaverkefni um styttri vinnuviku

Fjór­ir vinnustaðir hafa verið vald­ir til að taka þátt í til­rauna­verk­efni rík­is­ins og BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Mark­miðið verk­efn­is­ins er að kanna hvort stytt­ing vinnu­viku leiði til gagn­kvæms ávinn­ings starfs­manna og viðkom­andi vinnustaða. Mik­ill áhugi var fyr­ir þátt­töku í verk­efn­inu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um vel­ferðarráðuneyt­is­ins en niðurstaðan varð sú að þeir vinnustaðir sem hefja til­raun­ina að þessu sinni eru Lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum, Rík­is­skatt­stjóri, Útlend­inga­stofn­un og Þjóðskrá.

Til­rauna­verk­efnið mun standa í eitt ár, frá 1. apríl næst­kom­andi til 1. apríl 2018. Vinnu­stund­um starfs­manna verður fækkað úr 40 á viku niður í 36 stund­ir án þess að til launa­skerðing­ar komi. Rann­sakað verður hver áhrif stytt­ing­ar vinnu­tím­ans verða á gæði og hag­kvæmni þjón­ustu sem vinnustaðirn­ir veita, auk áhrifa á vellíðan starfs­manna og starfs­anda. Sam­bæri­leg­ar mæl­ing­ar verða gerðar á vinnu­stöðum þar sem vinnu­vik­an verður óbreytt til að fá sam­an­b­urð.
Verk­efnið kem­ur í kjöl­far vilja­yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar 28. októ­ber 2015 í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga rík­is­ins við aðild­ar­fé­lög BSRB. Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ing­unni skal sér­stak­lega skoðað hvernig megi út­færa stytt­ingu vinnu­tíma hjá ólík­um teg­und­um stofn­ana, þar á meðal þar sem unn­in er vakta­vinna. Af þeim fjór­um stofn­un­um sem nú hefja þátt­töku í verk­efn­inu er einn vakta­vinnustaður.  Unnið verður að því að bæta öðrum vakta­vinnustað inn í verk­efnið til að niður­stöður þess end­ur­spegli fjöl­breytni starfa hjá rík­inu.
Starfs­hóp­ur um til­rauna­verk­efnið er skipaður full­trú­um vel­ferðarráðuneyt­is, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is og BSRB. Hlut­verk hóps­ins er m.a. að velja vinnustaði til þátt­töku í til­rauna­verk­efn­inu og meta ár­ang­ur þess.

DEILA