Taka við keflinu af Ísfirðingum

Púttkeppni á Landsmóti 50+ á Ísafirði í fyrra.

Hvergerðingar taka við keflinu af Ísfirðingum og halda Landsmót UMFÍ 50+ í sumar. Í fyrra var mótið haldið með glæsibrag á Ísafirði.  „Eldri borgarar í Hveragerði hafa mikinn áhuga á mótinu í sumar og vilja taka þátt í því með ýmsum hætti,“ segir Gísli Páll Pálsson, formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 50+. Mótið verður haldið um Jónsmessuhelgina 23.-25. júní í sumar í Hveragerði.

Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið ár hvert frá 2012 og er þetta í fyrsta sinn sem Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) er mótshaldari. Nálægðin við höfuðborgarsvæðið, Selfoss og aðra þéttbýlisstaði gerir það að verkum að búist er við meiri fjölda af öflugum þátttakendum 50 ára og eldri en áður hefur sést á mótunum til þessa.

Mótið er fyrir alla sem fagna fimmtugsafmæli á árinu og þá sem eldri eru. Í boði eru keppnisgreinar á boð við utanvegahlaup, strandblak, crossfit og frjálsar, þríþraut, sund, hjólreiðar, pútt, golf og boccía auk ringó.

smari@bb.is

 

DEILA