Starfsleyfistillögur fyrir 17.500 tonna laxeldi

Sjókvíar í Tálknafirði.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og í Tálknafirði. Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat og Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017. Samanlagt hljóða starfsleyfistillögur fyrirtækjanna upp á 17.500 tonn. Í greinargerð sem Hafrannsóknastofnun vann um mat á burðarþoli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar með tilliti til sjókvíaeldis á árinu 2015 og liggur meðal annarra gagna til grundvallar starfsleyfinu, segir að með tilliti til stærðar fjarðanna og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins, einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk, telji Hafrannsóknastofnun að hægt sé að leyfa allt að 20 þúsund tonna eldi í Patreksfirði og Tálknafirði á ári

Frestur til að skila inn athugasemdum við starfsleyfistillögu Arctic Sea Farm er til 16.maí 2017 og þær skulu berast til Umhverfisstofnunar.

Starfsleyfistillagan

smari@bb.is

DEILA