Skýjað með köflum

Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag en hægari vindi í kvöld. Það verður skýjað með köflum og þurrt. Á morgun má gera ráð fyrir hægri breytilegri átt en norðaustan 3-8 m/s seinnipartinn með lítilsháttar rigningu eða slyddu um kvöldið. Hiti verður 0 til 4 stig að deginum. Veður verður með svipuðu sniði fram að helgi en á fimmtudag og föstudag er gert ráð fyrir austlægum, tiltölulega hægum vindi á Vestfjörðum, með hitatölum að 5 stigum. Búast má við stöku skúrum.

Á Vestfjörðum er sumstaðar nokkur hálka eða hálkublettir á heiðum og hálsum  en að mestu autt á láglendi.

annska@bb.is

DEILA